9. nóvember 2015

Jóla jóla

Góðan daginn það er 9 nóvember já sæll og ég setti jólaseríu í stofugluggana í gær og það er nú bara nokkuð kósý í myrkrinu að hafa jólaljósin og kveikja á nokkrum kertum líka svo yndislegur tími þegar jólaljósin lifa og maður er að missa sig í kertunum . Ég er alls ekki búin að vera dugleg að blogga síðast þegar ég bloggaði var ég að versla ferð til Benidorm ,ég elska sólina en síðan er ég líka búin að skella mér til Costa brava og Berlín . Veðrið í dag er voða fallegt sól blankalogn og 1 gráða hiti Ég ætla hunskast í ræktina á eftir var svo stollt í síðustu viku náði ég að ganga 27,7 km ætla toppa það í þessari ég er sem sagt að safna kílómetrum það gengur betur en til dæmis að safna peningum það gengur ekki neitt . Lífið í Ásbrúnni er bara æði styttist í 40 ára afmælið svo verður stelpan mín líka 14 ára á næstu helgi allt að gerast . Eigið góðann dag :)