28. janúar 2015

Á leiðinni heim ùr bæjarferð

Jæja þá er maður bùinn að flækjast ì bænum ì dag .Aron þurfti til hùðlæknis svo skellti hann sér ì að kaupa nýtt ùtvarp ì bìlinn sinn og ný áklæði á sætinn þetta verður svakalega fìnt hjá honum .Svo skelltum við okkur ì æsufellið til mömmu og pabba ì kaffibolla. Svo á leiðinni heim var aðeins komið við hjá honum í bætiefnabùllunni og byrgt sig upp þvì við heilsufrìkurnar þurfum ýmis bætiefni fyrir ræktina er svo ánægð með okkur við mætum alla daga nema sunnudaga og þetta er bara æðislegt maður er alveg farinn að sjá árangur erfiðisins nokkur kìlò farinn og ùthaldið orðið betra við byrjuðum 29 des þannig það er smella ì mánuð á morgun . Ég verð flott ì sumar ì bikìni ì kvenfèlagsferðinni á costa brava allt að koma ekkert nammi og ekkert gos nema á laugardögum þá er aðeins leyft sèr lìfið er ljùft .

7. janúar 2015

7. Janúar

Góða kvöldið búinn  að eiga ágætis dag byrjaði á að skella mér í ræktina svo var smá afslöppun svo fór ég að versla í matinn og svoleiðis datt þá í hug að bruna með hann Ara í bæinn til Tjörva og fá klippingu á vængi klær og gogg hann var ekkert voðalega ánægður eiginlega alveg crasy svo núna situr hann bara í búrinu sínu í fýlu ekki ánægður með þessa meðferð búin að reyna dekra við hann gefa honum hnetur og epli hann tekur það bara og lítur á mann ég tala sko ekki við þig núna algjör fýlupúki það hlítur að lagast á nokkrum dögum með nóg af dekri og knúsi jæja ætla fara háma í mig dýrindis kjúlla pastarétt :)

5. janúar 2015

5 janúar

Dagurinn í dag hann var bara alveg ágætur skellti mér í ræktina í morgun fórum svo og fengum okkur kjúllasalad á Hlölla áttum frímiða sem fylgdi líkamsræktarkortunum ,saladið hjá Hlölla er svakalega gott mæli alveg með því . Svo bjó ég mér til nýtt facebook til að taka aðeins til í mínum vinalista löngu þörf á því .Við fórum í bæjarferð í dag Halli var að kíkja á plötur hann átti inneignarnótu í skífunni sem hann var að versla fyrir fékk nokkrar gæðaplötur .Við skelltum okkur líka í Bætiefnabúlluna að kaupa próteinbar og drykk það hressir bætir og kætir . Nú er jólafríið búið hjá Anítu Ósk skólinn byrjaði í morgun fannst hún nú bara glöð og kát með það þegar hún kom heim ekkert gaman að hangsa svona . Þegar ég kom úr bæjarferðinni fékk ég leiðinda mígrenikast það hefur nú ekki skeð lengi kanski vegna þess ég er búin að vera taka svoldið vel á í ræktinni en þegar ég ætla mér eitthvað stoppar fátt mig og nú ætla ég, ég get ég skal ná þessum leiðinda kílóum í burtu hef nú losað mig við ansi mörg áður fyrir mörgum árum og náði að halda því slatta lengi en heilsan truflaði það og ég gafst bara upp og nennti ekki að spá í þesssu en nú er ég áhveðinn að nú er komið nóg ætla koma mér aftur í form og vera komin langt með það í sumar fyrir utanlandsferð sem ég fer í með kvenfélaginu þá verð ég komin í Bíkiní . Eigið gott kvöld kæru vinir .

3. janúar 2015

3 des

Við skelltum okkur ì ræktina alltaf hressandi,nù er bara prjònað og ætla svo að elda kjùlla ì kvöldmatinn bara kòsý laugardagur . Hef ákveðið ekkert gos eða nammi nema einu sinni ì viku mesta lagi þá á laugardögum en ætla sleppa þvì alveg þennan laugardag þar sem er svo stutt sìðan voru jòl og maður hámaði ì sig kræsingar ætla vera laus við slatta af kìlòum fyrir sumarið .

2. janúar 2015

2 janùar

Jæja kæru lesendur við fjölskyldan áttum voða gòð áramòt,mamma og pabbi komu ì mat til okkar svo kom Fannar með stelpurnar og við skutum upp flugeldum öll saman svo fljòtlega eftir það fòru allir meira segja mìn börn Anìta gisti hjá frænku sinni og Aron kìkti ì vogana þannig endirinn var að við Halli urðum bara ein heima en við höfðum það bara kòsý nenntum ekki á neitt skrall, var voða ánægð daginn eftir . Við skelltum okkur ì ræktina ì dag það var ansi vel tekið á þvì .Ég keypti mér árskort ì dag þannig eins gott að vera dugleg :)