5. janúar 2015

5 janúar

Dagurinn í dag hann var bara alveg ágætur skellti mér í ræktina í morgun fórum svo og fengum okkur kjúllasalad á Hlölla áttum frímiða sem fylgdi líkamsræktarkortunum ,saladið hjá Hlölla er svakalega gott mæli alveg með því . Svo bjó ég mér til nýtt facebook til að taka aðeins til í mínum vinalista löngu þörf á því .Við fórum í bæjarferð í dag Halli var að kíkja á plötur hann átti inneignarnótu í skífunni sem hann var að versla fyrir fékk nokkrar gæðaplötur .Við skelltum okkur líka í Bætiefnabúlluna að kaupa próteinbar og drykk það hressir bætir og kætir . Nú er jólafríið búið hjá Anítu Ósk skólinn byrjaði í morgun fannst hún nú bara glöð og kát með það þegar hún kom heim ekkert gaman að hangsa svona . Þegar ég kom úr bæjarferðinni fékk ég leiðinda mígrenikast það hefur nú ekki skeð lengi kanski vegna þess ég er búin að vera taka svoldið vel á í ræktinni en þegar ég ætla mér eitthvað stoppar fátt mig og nú ætla ég, ég get ég skal ná þessum leiðinda kílóum í burtu hef nú losað mig við ansi mörg áður fyrir mörgum árum og náði að halda því slatta lengi en heilsan truflaði það og ég gafst bara upp og nennti ekki að spá í þesssu en nú er ég áhveðinn að nú er komið nóg ætla koma mér aftur í form og vera komin langt með það í sumar fyrir utanlandsferð sem ég fer í með kvenfélaginu þá verð ég komin í Bíkiní . Eigið gott kvöld kæru vinir .

Engin ummæli:

Skrifa ummæli