29. desember 2014

Desember

Jæja þá eru jólin búin ,við erum búin að hafa það extra kósý um jólin byrjuðum á að bjóða öllu liðinu í skötuveislu það var bara æðislegt .Svo á aðfangadag kom mamma og pabbi í mat við höfðum humarsúpu í forrétt og önd og hamborgarahrygg í aðalrétt þar sem ég þoli reykt kjöt svo illa en öndin var æði grilluð og fín svo var heimagerður ís í eftirrétt við höfðum það bara voða gott um jólin og svakagaman að hafa mömmu og pabba hjá okkur :) .Á jóladag héldum við systkinin jólaboð saman það var haft heima hjá Einari . Fannar komst ekki því Þóra var svo óheppin að brjóta sig korter í jól . Núna er bara beðið eftir ára mótunum sem verða mikið át og miklar sprengjur bara gaman svo tekur maður nýja árið með trompi og reynir að losa sig við allt jólaátið :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli